Fréttir

Framúrskarandi árangur Flóka

Fremsti taekwondomaður Reykjavíkur og besti bardagaunglingur landsins, Guðmundur Flóki Sigurjónsson, skrifaði nýverið undir afrekssamning við Taekwondosamband Íslands þar sem stefnan er sett á Ólympíuleikana 2028.

Diskóeyjan

Leikfélag MH og nemendur í MÍT frumsýndu í gær söngleikinn Diskóeyjan. Diskóeyjan er fönkskotinn diskósöngleikur, byggður á samnefndri hljómplötu Memfismafíunnar. Sagan og tónlistin er sköpuð af Braga Valdimari Skúlasyni, Óttarri Proppé og Guðmundi Kristni Jónssyni. Leikstjóri er Ástbjörg Rut Jónsdóttir, danshöfundur er Sóley Ólafsdóttir, söngstjóri er Gísli Magna og hljómsveitarstjóri er Agnar Már Magnússon.

Victoría Ósk vann silfur á Special Olympics

Íslenskir keppendur á heimsleikum Special Olympics eru að gera það gott og MH-ingurinn Victoría Ósk Guðmundsdóttir vann til silfurverðlauna í alpagreinum.

MH og MÍT unnu til verðlauna á Spænskuhátíð

MH og MíT unnu til verðlauna á Spænskuhátíðinni föstudaginn 7. mars sem haldin var í þriðja sinn í Veröld – húsi Vigdísar í samstarfi við sendiráð Spánar á Íslandi, Félag spænskukennara á Íslandi, Háskóla Íslands – og tvo spænska háskóla, Universidad Alcalá de Henares og Universidad de Santiago de Compostela.

Agnes Matthildur er Íslandsmeistari í grjótglímu

MH-ingurinn Agnes Matthildur Folkmann og Greipur Ásmundarson eru Íslandsmeistarar í grjótglímu 2025. Þau segja klifuríþróttina hafa vaxið mikið og nú sé ung kynslóð byrjuð að gera sig gildandi.

Takk fyrir komuna

Takk öll sem komuð í heimsókn í dag á opið hús. Gestrisnir MH-ingar sýndu ykkur húsnæðið okkar, leikfélagið sýndi brot úr Diskóeyjunni sem verður frumsýnd 14. mars og nemendaráðin tóku ykkur opnum örmum á Matgarði. Kennarar og nemendur sýndu ykkur kræsingarnar á áfangahlaðborðinu okkar og dansarar og söngvarar sýndu listir sínar eins og þeim einum er lagið. Það var ótrúlega gaman að taka á móti ykkur, takk fyrir komuna.

Jafnréttisgleraugu - 12. mars 12:15

Miðvikudaginn 12. mars verður Karen með námsbókahitting þar sem nemendum býðst að koma með námsefnið sitt og skoða það með jafnréttisgleraugum. Hittingurinn er hannaður í anda frelsandi menntunarfræða - með rödd nemenda að leiðarljósi. Hugsunin er þannig að veita nemendum vettvang til þess að ræða þessi mál og styðja við þeirra gagnrýnu hugsun.

Gervi Geir

Geir Finnsson, enskukennari við MH, ræddi um notkun gervigreindar í skólastarfi í Kastljósi, fimmtudaginn 27. febrúar.

Kynntu þér MH

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð nýs kynningarmyndbands fyrir okkur í MH. MH-ingar voru mjög viljugir að taka þátt og sýna þar með hversu vænt þeim þykir um skólann sinn. Kynningarmyndbandið gerði Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður og þökkum við honum og öllum sem tóku þátt, kærlega fyrir. Endilega kíkið á myndbandið.

Guðmundur Flóki vann til gullverðlauna

Guðmund­ur Flóki Sig­ur­jóns­son, MH-ingur vann til verðlauna um helg­ina á rúm­lega 800 manna alþjóðlegu taekwondo­móti sem fram fór í Slóven­íu. Mótið gild­ir til stiga á heimslist­an­um. Kepp­end­ur Íslands voru þrír að þessu sinni; þau Ingi­björg Erla Grét­ars­dótt­ir og Leo Ant­hony Speig­ht sem kepptu í full­orðins­flokki og svo Guðmund­ur Flóki Sig­ur­jóns­son sem keppti í ung­linga­flokki. Þetta er fyrsta mótið sem liðið fer á und­ir stjórn nýs landsliðsþjálf­ara, Rich Fair­hurst, sem kem­ur yfir frá breska landsliðinu.